Home Fréttir Í fréttum Áttu Orku­reit í mánuð og högnuðust um 1,3 milljarða

Áttu Orku­reit í mánuð og högnuðust um 1,3 milljarða

739
0
Orkureiturinn við Ármúla

Fjárfestingafélagið Íslenskar fasteignir seldu Orkureitinn víð Ármúla í júní á 5,1 miljarð eftir að hafa keypt hann á 3,8 milljarða í maí. Nýr eigandi hyggst byggja allt að 436 íbúðir á reitnum.

<>

Íslenskar fasteignir seldu Orkureitin við Ármúla 31 fjórum vikum efti að þeir gengu frá kaupum á reitnum með um 1,3 milljarða hagnaði.

Leigufélagið Reitir tilkynntu upphaflega um að þeir hefðu samþykkt 3,83 milljarða tilboð frá Íslenskum fasteignum í reitinn í október síðastliðnum með fyrirvörum. Reitir áætluðu þá 1,3 milljarða söluhagnað af viðskiptunum en skuldbundu sig um leið til að kaupa 1.500 fermetra af atvinnuhúsnæði á svæðinu. Kaupin gengu í gegn 20. maí síðastliðinn þegar fyrirvörunum var aflétt.

Fjórum vikum síðar, 16. júní, seldu Íslenskar fasteignir reitinn á ný til félagsins SAFÍR byggingar, í eigu Hilmars Ágústssonar verktaka, á 5,1 milljarð króna. Það samsvar 1,3 milljörðum króna hækkun á því verði sem Íslenskar fasteignir greiddu fyrir Orkureitinn. Íslensk fjárfesting, félag Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar, á 60% í Íslenskum fasteignum.

Hilmar Ágústsson segist í samtali við Viðskiptablaðið vonast til að geta hafið framkvæmdir á reitnum í haust en samkvæmt deiliskipulagi er heimilt að reisa 436 íbúðir á reitnum.

„Það er erfitt að finna lóðir. Ég tala nú ekki um lóðir eins og þessar sem eru miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hilmar.

„Ég horfi bara á þetta hvernig ég ætla að skipuleggja þetta og hvað ég tel mig geta gert á reitnum. Miðað við þær forsendur taldi ég það ásættanlegt verð,“ segir Hilmar um kaupverðið. „Við viljum gera þetta að góðum reit fyrir fólk til að búa á,“ bætir hann við og bendir á að hann hafi síðast komið að uppbyggingu á þéttingarreit við Útvarpshúsið í Efstaleiti.

„Það gekk vel í Efstaleiti og kom vel út og viðskiptavinir tóku almennt vel í það verkefni.“

Heimild: Vb.is