Home Fréttir Í fréttum Íbúðir rísi við Úlfarsfell

Íbúðir rísi við Úlfarsfell

400
0
Hér rís hið nýja hverfi í framtíðinni. Aðeins glittir í Leirtjörnina fyrir ofan gulu gröfuna. Nú þegar hafa nokkur hús risið við Leirtjörn. mbl.is/sisi

Áformað er að nýtt íbúðahverfi með allt að 360 íbúðum bæt­ist við á svæðinu vest­an og norðan Leirtjarn­ar í Úlfarsár­dal. Nú þegar eru í bygg­ingu íbúðar­hús nokk­ur við Leirtjörn, þ.e. við göt­urn­ar Silfra­tjörn, Rökkvatjörn, Jarp­stjörn og Gæfutjörn.

<>

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur samþykkti skipu­lags­lýs­ingu hverf­is­ins á fundi sín­um 29. júní sl. en framund­an er vinna við deili­skipu­lagið sjálft. Stefnt er að mark­vissu sam­ráðsferli á skipu­lags­tíma­bil­inu.

Til­laga aug­lýst næsta vor

Vinna við til­lögu að nýju deili­skipu­lagi mun standa fram á næsta ár en bú­ist er við því að deili­skipu­lagstil­laga verði aug­lýst næsta vor og brugðist við at­huga­semd­um í fram­hald­inu, að því er fram kem­ur á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Heimild: Mbl.is