Home Fréttir Í fréttum Reisa 6-7 vöruhús á öryggissvæði

Reisa 6-7 vöruhús á öryggissvæði

270
0
Mynd: mbl.is/RAX

Banda­ríski flug­her­inn áform­ar að reisa 6-7 vöru­hús á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli, sam­tals rúm­lega 12.000 fer­metra að flat­ar­máli.

<>

Hús­in eiga að hýsa all­an nauðsyn­leg­an búnað sem þarf til að reka og viðhalda flug­velli. Einnig til að þjón­usta flug­vél­ar komi til þess að þörf verði á slík­um búnaði á meg­in­landi Evr­ópu – eða ef hingað til lands verður send­ur liðsafli á hættu­tíma.

Geymsl­urn­ar munu ekki hýsa vopn eða vopna­búnað, sam­kvæmt skrif­leg­um svör­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins við spurn­ing­um Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is