Home Fréttir Í fréttum Herinn vill milljarða fjárfestingu

Herinn vill milljarða fjárfestingu

242
0
Ljósmynd/Norski herinn

Rík­is­kaup hafa birt aug­lýs­ingu fyr­ir hönd ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og varn­ar­mála­sviðs Land­helg­is­gæsl­unn­ar þar sem vak­in er at­hygli á upp­lýs­inga­beiðni „í tengsl­um við fyr­ir­hugað útboð á bygg­ingu vöru­húsa fyr­ir banda­ríska flug­her­inn á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli“.

<>

Hef­ur flug­her­inn óskað eft­ir fram­lagi upp á 94 millj­ón­ir banda­ríkja­dala vegna fram­kvæmd­anna, eða sem nem­ur tæp­lega 13 millj­örðum ís­lenskra króna.

Hjört­ur J. Guðmunds­son, sagn­fræðing­ur og alþjóðastjórn­mála­fræðing­ur, seg­ir þetta lið í því að tryggja enn frek­ar ásamt öðru að Banda­rík­in séu í stakk búin til að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart Íslandi í sam­ræmi við varn­ar­samn­ing­inn á milli land­anna.

Banda­rík­in séu skuld­bund­in til að sjá til þess að ávallt sé hér á landi nauðsyn­leg­ur búnaður svo tryggja megi varn­ir. Þá kall­ar Hjört­ur eft­ir op­inni og hrein­skil­inni umræðu um varn­ar­mál hér á landi.

Heimild: Mbl.is