Home Fréttir Í fréttum Íbúðir í stað gamla frystihússins

Íbúðir í stað gamla frystihússins

163
0
Hér má sjá hvar hið nýa hús (hvítt) hefur verið sett inn í götumyndina. Tölvumynd/Kurtogpí

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að aug­lýsa breyt­ingu á deili­skipu­lagi Kirkju­sands vegna lóðar­inn­ar nr. 2. Í henni felst breytt land­notk­un og bygg­ing­ar­magn.

<>

Á lóðinni stend­ur fimm hæða hús sem kennt er við Íslands­banka. Það hef­ur verið dæmt ónýtt vegna raka og myglu og verður rifið til að rýma fyr­ir nýrri íbúðabyggð. Á Kirkju­sandi hafa á und­an­förn­um árum risið stór íbúðar­hús og sömu­leiðis at­vinnu­hús­næði.

Íslands­banka­bygg­ing­in var upp­haf­lega frysti­hús, sem reist var á ár­un­um 1955-1962 af hluta­fé­lög­un­um Júpíter og Mars.

Bygg­ing­in á Kirkju­sandi er 7.719 fer­metr­ar að stærð. Frysti­húsið var síðar inn­réttað sem skrif­stofu­hús fyr­ir alaðstöðvar Sam­bands ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga (SÍS). Síðast voru þarna aðal­stöðvar Íslands­banka til árs­ins 2017 er hann flutti í Kópa­vog.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð með deili­skipu­lagstil­lög­unni að viðfangs­efni breytts deili­skipu­lags séu breyt­ing­ar á notk­un, bygg­ing­ar­magni, bygg­ing­ar­reit­um og skil­mál­um lóðar.

Aðdrag­andi þess­ara breyt­inga er að þegar gild­andi skipu­lag var unnið 2016, var gert ráð fyr­ir að nú­ver­andi skrif­stofu­hús myndi standa áfram ásamt heim­iluðum viðbót­um. Eft­ir sem áður væri ein­göngu um at­vinnu­hús­næði að ræða.

„Síðan gild­andi deili­skipu­lag tók gildi hef­ur komið í ljós að nú­ver­andi hús er með öllu ónot­hæft vegna raka­skemmda að því marki að það verður ekki bætt og ein­sýnt að það verður rifið. Húsið hef­ur þegar verið skráð sem ónýtt,“ seg­ir orðrétt í grein­ar­gerðinni.

Það sé því ljóst að grund­vall­ar for­senda fyr­ir skipu­lagi lóðar­inn­ar sé ekki leng­ur til staðar, þ.ám. hvað varðar starf­semi. Við und­ir­bún­ing deili­skipu­lags­ins var horft til aðliggj­andi byggðar og að starf­semi á lóð væri í sam­ræmi við hana.

Heimild: Mbl.is