Home Fréttir Í fréttum Sáu galla á húsinu eftir afhendingu

Sáu galla á húsinu eftir afhendingu

347
0
Húsnæði í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Héraðsdóm­ur Reykja­ness sýknaði ný­lega selj­end­ur ein­býl­is­húss í Hafnar­f­irði af öll­um kröf­um kaup­enda húss­ins sem höfðu haldið eft­ir loka­greiðslu og kraf­ist bóta vegna meintra leyndra galla á eign­inni.

<>

Kaup­end­urn­ir voru dæmd­ir til að greiða loka­greiðsluna með drátt­ar­vöxt­um og til að greiða selj­end­um 2,5 millj­ón­ir í máls­kostnað. Dóm­in­um verður áfrýjað, að sögn lög­manns kaup­end­anna.

Húsið var byggt 1980. Kaup­samn­ing­ur var und­ir­ritaður í des­em­ber 2018 án fyr­ir­vara og kaup­verðið 95,9 millj­ón­ir.

Eign­in var af­hent 1. mars 2019. Þann 16. mars sama ár kvartaði kaup­and­inn við fast­eigna­sal­ann vegna leka í stofu, stórs og ljóts sárs á vegg og hita­lagn­ar á vegg sem kaup­andi hafði ekki séð við skoðun.

Hann ít­rekaði at­huga­semd­ir sín­ar 9. apríl og sagði frá viðbót­arleka. Lögmaður selj­enda hafnaði því 16. sept­em­ber að leynd­ir gall­ar hefðu verið á fast­eign­inni. Þak húss­ins hafi verið upp­runa­legt og eðli­lega komið að viðhaldi á því.

Kaup­end­ur sögðu að íbúðin hefði verið óíbúðar­hæf vegna myglu. Nátt­úru­fræðistofn­un hafi ráðlagt þeim að búa ekki í hús­inu og þau því ekki getað búið þar í 28 mánuði. Auk kröfu um bæt­ur vegna meintra galla á hús­inu gerðu kaup­end­ur einnig kröfu vegna leigu­kostnaðar og kostnaðar við bú­slóðaflutn­inga.

Skoðun leiddi í ljós að þakið var meira og minna ónýtt og var það rakið til ónógr­ar loft­un­ar. Eins fund­ust fleiri gall­ar á hús­inu.

Heimild: Mbl.is