Home Fréttir Í fréttum 18.08.2022 Kvíslaskóli: Færanlegar kennslustofur

18.08.2022 Kvíslaskóli: Færanlegar kennslustofur

201
0
Mynd: Kvíslaskóli

Um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar ósk­ar eft­ir til­boð­um í verk­ið: Kvíslaskóli: Fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur.

<>

Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir áhuga­söm­um að­il­um til að taka þátt í út­boði vegna verk­efn­is­ins: Kvíslaskóli: Fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur.

Helstu verk­þætt­ir eru:

Verk­ið fel­ur í sér upp­setn­ingu á átta fær­an­leg­um kennslu­stof­um

Innifal­ið í verði skal vera all­ur kostn­að­ur við smíði kennslu­stofu­ein­inga, und­ir­stöð­ur, pall­ar og skáramp­ar frá rým­ing­ar­leið­um, gröft­ur, lagn­ir og lagn­ing þeirra, flutn­ing­ur og krana­vinna og frá­gang­ur um­hverf­is í verklok.

Kennslu­stofu­ein­ing­arn­ar skulu vera byggð­ar á stál­bit­um, eða vera þannig úr garði gerð­ar að hægt sé að lyfta þeim upp í heilu lagi, til flutn­ings, og koma fyr­ir ann­ars stað­ar, þeg­ar þörf fyr­ir við­bót­ar kennslu­hús­næði breyt­ist.

Kennslu­stofu­ein­ing­ar og fram­kvæmd­in öll, skal stand­ast kröf­ur bygg­ing­ar­full­trúa og gild­andi lög og reglu­gerð­ir, sem eiga við þessa fram­kvæmd.

Verk­inu skal að fullu lok­ið í 14. ág­úst 2022 í sam­ræmi við ákvæði út­boðs­gagna.

Út­boðs­gögn eru ein­göngu af­hent ra­f­rænt frá og með þriðju­deg­in­um 12.júlí 2022. Beiðn­ir um út­boðs­gögn má senda á net­fang­ þjón­ustu­vers Mos­fells­bæj­ar,  mos@mos.is, þar sem til­greina þarf nafn fyr­ir­tæk­is og tengi­liðs. Einnig er hægt að hafa sam­band við þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar í síma 525-6700.

Til­boð­um skal skil­að á sama stað, bæj­ar­skrif­stof­ur Mos­fells­bæj­ar, eigi síð­ar en mánu­dag­inn 18. júlí 2022 kl.10:00 og þau opn­uð að við­stödd­um þeim bjóð­end­um sem þess óska.

Ekki verð­ur hald­inn opn­un­ar­fund­ur en nið­ur­stöð­ur verða birt­ar á vef Mos­fells­bæj­ar.