Ríkiskaup, fyrir hönd Landspítala, óskar eftir tilboðum í verkið LSH Dalbraut 12 (BUGL) Endurnýjun A – álmu.
A-álma Landsspítalans BUGL stendur við Dalbraut 12, 105 Reykjavík. Um er að ræða tveggja hæða byggingu, 1.hæð og kjallara. Verkmörk framkvæmdarinnar miðast við stigahús beggja vegna. Fyrirhugað er að endurinnrétta bygginguna að innan en búið er að rífa allt innan úr A – álmunni. Verkið felst því í uppbyggingu beggja hæða A-álmunnar burðarvirki, lögnum, rafkerfi og frágangi innandyra. Fyrirhuguð verklok 30.06.2023.
Helstu magntölur eru:
- Múr gólfílögn 255 m2
- Stálstoðir, bitar og millileggspl. 1150 kg
- Loftunarsamstæður 3 stk
- Blásarar 3 stk
- Lágspennustrengir 1460 m
- Loftljós 99 stk
- Cat strengir 1870 m
- Innveggir 181 m2
- Kerfisloft 259 m2
- Innihurðir 25 stk
- Gólfdúkar 436 m2
Nánari lýsing er í útboðsgögnum.
Verkið skal framkvæma í samræmi við útboðsgögn sem eru aðgengileg rafrænt á útboðsvef Tendsign.