Home Fréttir Í fréttum 18.08.2022 Landsnet KR2-01-22: Jarðvinna og undirstöður

18.08.2022 Landsnet KR2-01-22: Jarðvinna og undirstöður

186
0
Mynd: Rögnvaldur Már Helgason - RÚV

Landsnet óskar eftir tilboðum í verk vegna Kröflulínu 2 sem lýst í útboðsgögnum auðkenndum sem KR2-01, Kröflulína 2: Jarðvinna og undirstöður.

<>

Kröflulína 2 liggur frá tengivirki við Kröflu að tengivirki í Fljótsdal alls um 123 km. Sá hluti sem um ræðir í þessu útboði er nærri enda línunnar, nánar tiltekið á Teigsbjargi og undir því. Um er að ræða gerð undirstaða og stagfesta fyrir fjögur möstur í línunni (1014-1017) sem verður skipt um.

Mikilvægt er að verkið hefjist tímanlega, eða eins og aðstæður á verkstað leyfa og sé unnið á sem stystum tíma. Það er gert þar sem reisa þarf ný möstur og strengja línukaflann fyrir veturinn 2022-2023 ef hægt er, annars fyrri hluta sumars 2023. Verksvæðið er að hluta til í mikilli hæð (> 600 m.y.s.) og þarf því að sæta lagi með framkvæmdina.

Ráðgerðar framkvæmdir í þessu verki eru í höfuðatriðum eftirfarandi:

a. Lagfæra og gera plön við mastursstæði tveggja mastra.
b. Koma fyrir forsteyptum undirstöðum og stagfestum í möstrum 1014 og 1015.
c. Gera staðsteyptar undirstöður undir möstur 1016 og 1017.
d. Fjarlægja og farga undirstöðum og stagfestum mastra 1014 og 1015.
e. Tilfallandi viðhald eða styrking á vegslóðum.
f. Koma fyrir stagfestum, ýmist forsteyptum staghellum eða bergboltum í möstrum
1014 og 1015.
g. Leggja til og koma fyrir jarðskautum.
h. Nauðsynleg jarðvinna til að ljúka ofantöldum verkliðum.

Nánari lýsingu á verkinu er að finna í útboðsgögnum sem aðgengileg eru á útboðsvef Landsnets.