Home Fréttir Í fréttum 22.07.2022 Náttúruminjasafn Seltjarnarnes utanhúsviðgerðir

22.07.2022 Náttúruminjasafn Seltjarnarnes utanhúsviðgerðir

108
0
Náttúruminjasafn Seltjarnarnes. Mynd: Mbl.is

Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) kt. 510391-2259, fyrir hönd verkkaupa, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, óska eftir tilboðum í verkið Náttúruminjasafn Íslands – utanhúsviðgerðir.

<>

Um er að ræða viðgerðir utanhúss á húsnæði Náttúruminjasafns Íslands (áður Lækningaminjasafns) á Seltjarnarnesi. Byggingin var hönnuð og byggð í kringum árið 2008 og hefur staðið auð síðan.

Ráðast þarf í viðgerðir á skemmdum í steinsteyptum veggjum hússins sem og í timburklæðningu, þá skal múrhúða (filta) hluta steinsteyptra veggja og síðan mála þá og endurmála timburklæðningu.

Í verkinu felst einnig frágangur með veggjum hússins við jörð, viðgerð á lekum með þakgluggum og frá þaki. Þá skal ljúka við uppsteypu og fullnaðarfrágang útistiga úr terrazzo og setja stálhandrið með stiga og á stoðveggi.

Verkinu skal lokið fyrir 15. október 2022.

Helstu magntölur eru:
Háþrýstiþvottur á steyptum veggjum              544 m2
Þunnhúðun veggja                                        544 m2
Málun steyptra flata                                      544 m2
Endurmálun tréklæðningar                            635 m2
Terrazzosteypa ásamt yfirboðrsmeðhöndlun       4 m3
Stálhandrið                                                   27 m