Home Fréttir Í fréttum Byggt beggja vegna hraðbrautar

Byggt beggja vegna hraðbrautar

266
0
Unnið er að byggingu nýrrar garðyrkjumiðstöðvar Garðheima í Suður-Mjódd og hinum megin brautar byggt hús fyrir Deloitte. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir eru beggja vegna Reykja­nes­braut­ar um þess­ar mund­ir. Fram­kvæmd­irn­ar eru í tveim­ur sveit­ar­fé­lög­um, ann­ars veg­ar í Suður-Mjódd í Reykja­vík og hins veg­ar við Dal­veg í Kópa­vogi.

<>

Hafn­ar eru fram­kvæmd­ir við garðyrkjumiðstöð og versl­un Garðheima í Álfa­bakka 6 í Suður-Mjódd, skammt frá íþrótta­svæði ÍR. Það er lóðin sem sést í for­grunni mynd­ar. Þar fékk bif­reiðaum­boðið Hekla vil­yrði hjá borg­inni fyr­ir stórri lóð sem fyr­ir­tækið að lok­um afþakkaði. Nú stend­ur til að íbúðabyggð rísi á nú­ver­andi lóð Garðheima við Stekkj­ar­bakka. Hús Garðheima verður rúm­lega 7.300 fer­metr­ar að stærð.

Tvær aðrar lóðir eru við Álfa­bakka þar sem gat­an ligg­ur sunn­an Reykja­nes­braut­ar og vest­an Breiðholts­braut­ar. Fyr­ir­tækið Eigna­byggð hef­ur vil­yrði hjá borg­inni fyr­ir lóðinni Álfa­bakka 2. Fyr­ir­tækið áform­ar að byggja þar 10 þúsund fer­metra hús fyr­ir versl­un, lag­er og skrif­stof­ur. Viðræður hafa verið við ýmsa aðila um leigu á vænt­an­legu húsi.

Á milli er tæp­lega sjö þúsund fer­metra lóð, núm­er 4, þar sem heim­ilt verður að byggja hús fyr­ir at­vinnu- og þjón­ust­u­starf­semi. Reykja­vík­ur­borg aug­lýsti bygg­ing­ar­rétt­inn í apríl og bár­ust sex til­boð. Hæsta til­boðið var frá Reykja­stræti ehf., 156 millj­ón­ir kr. Ekki er búið að ganga frá sölu á lóðinni.

Hinum meg­in Reykja­nes­braut­ar, við Dal­veg í Kópa­vogi, er fast­eigna­fé­lagið Íþaka að byggja fimm hæða skrif­stofu- og þjón­ustu­hús. Deloitte hef­ur tekið á leigu hluta húss­ins og mun flytja skrif­stof­ur sín­ar þangað úr Turn­in­um í Kópa­vogi. Á þess­ari lóð var áður garðyrkju­stöðin Storð. Gert er ráð fyr­ir bygg­ingu tveggja annarra at­vinnu- og þjón­ustu­húsa á lóðinni.

Heimild:Mbl.is