Home Fréttir Í fréttum 12.07.2022 Ný selalaug í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

12.07.2022 Ný selalaug í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

205
0
Kópur í Húsdýragarðinum. VÍSIR/VILHELM

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í:

<>

Ný selalaug í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, útboð nr. 15521 

Verkið felst í gerð nýrrar selalaugar ásamt því að byggja nýtt þjónustuhús fyrir seli. Tengja skal nýja selalaug við núverandi laug og aðlaga lóð umhverfis nýbyggingar. Tekið er fram að starfsemi verður í garðinum á meðan framkvæmdum stendur. Afmarka þarf vinnusvæði og tryggja öryggi dýra, gesta og starfsfólk garðsins. Verktaki skal hafa fullt samráð við eftirlitsaðila verkkaupa á verktíma og gefa tímanlegar verkáætlanir fyrir hverja viku

Helstu verkþættir og áfangar eru:
•          Uppsteypa – verklok 1. nóvember 2022
•          Fullnaðarfrágangur laugar, húss og lóðar 30. maí 2023

Útboðsgögn verða  eingöngu  aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 16:00 21. júní 2022. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“ eða „Register“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef  Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 12. júli 2022.