Home Fréttir Í fréttum Undirbúa nýjan miðbæ í Garðabæ

Undirbúa nýjan miðbæ í Garðabæ

222
0
Fréttablaðið/Anton Brink

Við viljum búa til heildstæðan miðbæjarkjarna sem laðar að íbúa, viðskiptavini, sterk fyrirtæki og aðila sem eru að veita þjónustu.

<>

Að þetta verði góður og aðlaðandi staður til að koma og vera á,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir, nýr formaður undirbúningsnefndar um uppbyggingu miðbæjar í Garðabæ, sem samþykkt var á bæjarráðsfundi bæjarins í gær.

Markmið nefndarinnar er að vinna að undirbúningi þess að fullgera aðlaðandi og heildstæðan miðbæ á og í kringum Garðatorg. Nefndin á að huga að heildarsýn fyrir Garðatorgssvæðið, framkvæmdum og tengingum frá Hofsstöðum auk nærliggjandi svæða, gatna og stíga, þar sem markmiðið er aðlaðandi umhverfi og miðbæjarsvæði sem virkar.

Stefnt er að því að nefndin skili af sér fyrstu niðurstöðum um miðjan október.

Heimild: Frettabladid.is