Home Fréttir Í fréttum Uppbygging á fullu í Bolungarvík

Uppbygging á fullu í Bolungarvík

101
0
Framendi laxasláturhúss Arctic Fish í Bolungarvík mun líta þannig út. Þessi hlut Tölvuteikning/Arctic Fish

Arctic Fish er í viðræðum við Bol­ung­ar­vík­ur­kaupstað um mögu­leika á því að færa sjóvarn­argarðinn við höfn­ina, svo hægt sé að stækka lóð fyr­ir­hugaðs laxaslát­ur­húss fé­lags­ins. Í viðbygg­ingu væri þá hægt að koma upp aðstöðu fyr­ir frek­ari full­vinnslu afurða og pökk­un í neyt­endaum­búðir en einnig hugs­an­lega kassa­gerð og mjöl- og lýs­is­vinnslu úr af­sk­urði frá slát­ur­hús­inu.

<>

Arctic Fish keypti hús við höfn­ina í Bol­ung­ar­vík og fram­kvæmd­ir við stækk­un þess eru hafn­ar. Verið er að steypa sökkla og efnið í stál­grind­ar­húsið hef­ur verið pantað. Tvær hæðir eru í meg­in­hluta hús­anna og er heild­argólf­flöt­ur nærri 5.000 fer­metr­ar.

Stækkað eft­ir þörf­um

Stefnt er að því að opna slát­ur­húsið í byrj­un næsta árs með 25 þúsund tonna slát­ur­getu á ári, að sögn Daní­els Jak­obs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra viðskiptaþró­un­ar.

Er þá miðað við að unnið verði á einni vakt. Það dug­ar fyr­ir­tæk­inu fyrst um sinn, miðað við þau eld­is­leyfi sem það hef­ur yfir að ráða.

Þegar fram í sæk­ir og þörf fyr­ir laxaslátrun eykst, er mjög auðvelt að bæta við vél­um og auka slát­ur­getu í 50 þúsund tonn á ári. Hús­næðið er hannað með þá fram­leiðslu­getu í huga og innviðir miðast við það. Það tel­ur Daní­el að ger­ist smám sam­an, eft­ir því sem þörf­in eykst.

Arctic Fish er með leyfi fyr­ir um 21 þúsund tonn­um í sjó og von­ast er til að leyfi fyr­ir 10 þúsund tonna eldi í Ísa­fjarðar­djúpi ber­ist á næst­unni. Áætlan­ir gera ráð fyr­ir 13 þúsund tonna slátrun á næsta ári og 24 þúsund tonna slátrun á ár­inu 2024.

Þrjú önn­ur sjó­eld­is­fyr­ir­tæki eru á norðan­verðum Vest­fjörðum, bæði í laxi og regn­bogasil­ungi, og eru þau öll í vexti. Spurður hvort til standi að slátra fyr­ir aðra, seg­ir Daní­el að vinnsl­an sé byggð upp með þarf­ir fyr­ir­tæk­is­ins sjálfs í huga. Ljóst sé þó að af­kasta­geta sé í upp­hafi um­fram þarf­ir og ef ein­hver af hinum fyr­ir­tækj­un­um sýni því áhuga, sé vel­komið að ræða það mál.

Heimild: Mbl.is