Home Fréttir Í fréttum Ísafjörður: 82 m.kr. endurbætur á stjórnsýsluhúsinu

Ísafjörður: 82 m.kr. endurbætur á stjórnsýsluhúsinu

158
0

Fram kemur í ársreikningi stjónsýsluhússins á Ísafirði fyrir 2021 að endurbætur og viðhald síðasta árs námu 82 m.kr. Annar kostnaður var 25 m.kr. Þar var húsvarsla og ræsting 10 m.kr. og rafmagn, hiti og vátryggingar 10 m.kr.

<>

Eigendur hússins greiddu kostnað við viðhaldið og endurbæturnar og rekstrarframlög þeirra námu 24 m.kr.

Rekstrarreikningurinn var gerður upp með 1,4 m.kr. halla. Húsið er ekki eignfært í efnahagsreikningi stjórnsýsluhússins heldur hjá hverjum eiganda fyrir sig. Eignir eru 10,8 m.kr. einkum handbært fé og skuldur tæpar 2 m.kr.

Heimild: BB.is