Home Fréttir Í fréttum Stjórnvöld stuðlað að uppbyggingu á 3.000 leiguíbúðum

Stjórnvöld stuðlað að uppbyggingu á 3.000 leiguíbúðum

124
0
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á opnum fundi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. mbl.is/Árni Sæberg

Frá ár­inu 2016, þegar lög um al­menn­ar íbúðir tóku gildi, hafa ríki og sveit­ar­fé­lög út­hlutað fram­lög­um að fjár­hæð um 30 millj­örðum til upp­bygg­ing­ar á yfir 3.000 hag­kvæm­um leigu­íbúðum víðs veg­ar um landið.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu en út­hlut­un stofn­fram­laga árið 2022 var kynnt á opn­um fundi Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) í dag.

Í fyrri út­hlut­un árs­ins 2022 út­hlutaði HMS 2,6 millj­örðum til upp­bygg­ing­ar á 328 íbúðum. Því til viðbót­ar kem­ur fram­lag frá sveit­ar­fé­lög­um. Leigu­íbúðirn­ar dreifast víða um land og hef­ur hlut­fall íbúða á lands­byggðinni aldrei verið jafn hátt, eða 46%.

Úthlut­un árs­ins nær til 328 íbúða. Þar af stend­ur til að byggja 279 nýj­ar íbúðir og kaupa 49 nýj­ar og eldri íbúðir. All­ar verða þær að stand­ast kröf­ur um hag­kvæmni, en með því eru stjórn­völd að skapa hvata fyr­ir aukið fram­boð slíkra íbúða.

Frá fund­in­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að ýms­ar kröf­ur séu gerðar til al­mennra íbúða. Þær þurfi að upp­fylla skil­yrði um hag­kvæmni og eru ætlaðar tekju- og eignalág­um. Með upp­bygg­ingu á slík­um íbúðum er aðgengi aukið að ör­uggu og viðeig­andi leigu­hús­næði með áherslu á ný­bygg­ing­ar og fjölg­un íbúða.

Mikið hags­muna­mál að stuðla að bættri stöðu á leigu­markaði

„Það er rík­is­stjórn­inni mikið hags­muna­mál að stuðla að bættri stöðu á leigu­markaði. Í gegn­um stofn­fram­lög hafa nú þegar verið byggðar 1.550 íbúðir og er annað eins í bygg­ingu. Al­menna íbúðakerfið hef­ur sýnt sig sem úrræði, þar sem boðið er upp á hag­stæða og ör­ugga lang­tíma­leigu, sem stuðlar að heil­brigðari leigu­markaði og auknu hús­næðis­ör­yggi.“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, innviðaráðherra.

Af þeim ríf­lega 3.000 íbúðum sem hlotið hafa stofn­fram­lög, hafa 1.552 nú þegar verið tekn­ar í notk­un.

„Stofn­fram­lög­in hafa gert okk­ur kleift að búa til öfl­ugt leigu­fé­lag með sí­fellt fjölg­andi leigu­íbúðum, þar sem tryggt er aðgengi að ör­uggu íbúðar­hús­næði til lang­tíma­leigu á hag­kvæmu leigu­verði. Við höf­um fengið út­hlutað stofn­fram­lög­um til bygg­ing­ar á 1.126 íbúðum og þar af tekið í notk­un 628 íbúðir.“ seg­ir Björn Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Bjargs íbúðafé­lags.

Heimild: Mbl.is