Home Fréttir Í fréttum Malbikun á Reykjanesbraut í dag

Malbikun á Reykjanesbraut í dag

108
0
Mynd: mbl.is/Sigurður Bogi

Vega­gerðin stefn­ir á að fræsa og mal­bika báða ak­rein­ar til aust­urs á Reykja­nes­braut við Hvassa­hraun í dag.

<>

Veg­ur­inn verður þrengd­ur í eina ak­rein og hjá­leið merkt. Há­marks­hraði verður lækkaður á svæðinu. Fram­kvæmd­irn­ar eru áætlaðar frá klukk­an 6 til 17.

Á Vest­ur­lands­vegi verður vinna við upp­setn­ingu vegriða á brúm yfir Reykja­nes­braut og Elliðaár. Þrengt verður að um­ferð og má bú­ast við vinna standi milli kl 9 til 16 í dag. Verklok verða í byrj­un sept­em­ber

Í dag er einnig stefnt á að fræsa hring­torg við Njarðarbraut í Kefla­vík og verður hring­torg­inu al­veg lokað, hjá­leiðir merkt­ar og há­marks­hraði lækkaður. Vinn­an stend­ur yfir milli klukk­an 9 og 13.

Brú­in yfir Hvítá við Kal­mann­stungu verður lokuð í dag til 25. júní vegna viðhalds­fram­kvæmda. Hjá­leið er um Hvítársíðuveg.

Sjá má lista yfir fleiri fram­kvæmd­ir á vef Vega­gerðar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is