Home Fréttir Í fréttum Réðst á samstarfsmann með klaufhamri og haka

Réðst á samstarfsmann með klaufhamri og haka

217
0
Smiðir að störfum. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir voru flutt­ir á slysa­deild og einn hand­tek­inn eft­ir að til átaka kom milli bygg­inga­verka­manna sem voru við vinnu á Seltjarn­ar­nesi á ell­efta tím­an­um í morg­un.

<>

Í til­kynn­ingu frá lög­reglu seg­ir að starfmaður verk­taka­fyr­ir­tæk­is hafi ráðist á sam­starfs­mann sinn með klauf­hamri og haka. Sá sem varð fyr­ir árás­inni var flutt­ur á bráðamót­töku með tölu­verða höfuðáverka.

Sam­starfs­menn mann­anna náðu að yf­ir­buga árás­ar­mann­inn, sem var hand­tek­inn og vistaður í fanga­geymslu lög­reglu.

Heimild: Mbl.is