Home Fréttir Í fréttum Gæti hækkað fasteignaverð enn frekar

Gæti hækkað fasteignaverð enn frekar

169
0
Mynd: mbl.is/Eggert

Áhrif stríðsins í Úkraínu má finna á Íslandi, sem og um heim all­an. Hér á landi má vel merkja verðhækk­an­ir á bygg­ing­ar­efn­um sem gætu leitt af sér enn frek­ari verðhækk­an­ir á fast­eigna­markaði, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

<>

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir það mikið áhyggju­efni að verð á bygg­ing­ar­efn­um hafi snar­hækkað upp á síðkastið í kjöl­far inn­rás­ar Rússa í Úkraínu.

Nefn­ir hann sem dæmi verð á stáli sem hef­ur fjór­fald­ast á skömm­um tíma. Önnur aðföng, líkt og sement og kop­ar, hafa einnig hækkað mikið, og hafa þess­ar hækk­an­ir haft mik­il áhrif á bygg­ing­ar­kostnað.

End­ur­spegli ekki hækk­an­ir

„Við erum að sjá það að verk­kaup­ar eru farn­ir að setja inn fyr­ir­vara í útboðum um heim­ild til end­ur­skoðunar ef aðstæður breyt­ast mikið, en þetta á ekki við nú­gild­andi samn­inga,“ seg­ir Sig­urður.

Nú­gild­andi verk­samn­ing­ar eru flest­ir tengd­ir við bygg­ing­ar­vísi­töl­una sem að sögn Sig­urðar end­ur­spegl­ar ekki þess­ar hækk­an­ir sem verk­tak­ar eru að verða vitni að.

„Þetta hef­ur valdið því að það er meiri kostnaður sem lend­ir á verk­tök­um og verk­kaup­ar þurfa þá aðeins að horfa til þess­ara óvenju­legu aðstæðna sem nú ríkja til þess að hægt sé að klára verk,“ seg­ir Sig­urður og bæt­ir við: „Hætt­an er sú, ef ekki verður tekið á þessu, að þá verði meiri óvissa í upp­bygg­ing­unni sem er fram und­an með til­heyr­andi álagi.“

Heimild: Mbl.is