Home Fréttir Í fréttum Mest um laus störf í byggingariðnaði

Mest um laus störf í byggingariðnaði

121
0
Frá framkvæmdum í miðborginni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hlut­falls­lega hef­ur mest verið um laus störf í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð frá 2019 til fyrsta árs­fjórðungs í ár.

<>

„Þar hafa laus störf verið að meðaltali 6,4% af störf­um í grein­inni á þessu tíma­bili. Bygg­ing­ar­starf­semi er ekki fjöl­menn grein, en þar voru um 1.000 laus störf á 1. árs­fjórðungi 2022,“ seg­ir í Hag­sjá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans.

Þar kem­ur fram að bar­átt­an við at­vinnu­leysi hafi gengið vel á síðastliðni ári. Þannig hafi skráð skráð at­vinnu­leysi dreg­ist sam­an úr 11,6% frá janú­ar 2021 í 4,5% í apríl í ár, eða um 7,1 pró­sentu­stig.

„For­senda þess að minnka megi at­vinnu­leysi er að ný störf verði til og að fólk sé til­búið að ganga í þau störf. Það er hins veg­ar ekki óeðli­legt að tölu­vert sé um at­vinnu­leysi og laus störf á sama tíma þar sem ekki er gefið að eft­ir­spurn sé eft­ir þeim störf­um sem eru laus eða að nægt fram­boð sé eft­ir störf­um sem óskað er eft­ir. Þarna koma t.d. land­fræðileg­ir þætt­ir inn í mynd­ina, mennt­un fólks og sér­hæf­ing, þannig að fram­boð og eft­ir­spurn mæt­ast yf­ir­leitt ekki full­kom­lega,“ seg­ir í Hag­sjánni.

„Sam­kvæmt fyr­ir­tækja­könn­un Hag­stof­unn­ar voru laus störf um 6.400 á fyrsta árs­fjórðungi í ár og hafði fjölgað á milli árs­fjórðunga og voru mun fleiri en á sama tíma í fyrra. Fjöldi lausra starfa var rúm­lega 1% af heild­ar­fjölda starfa þegar allt var í góðum gangi í hag­kerf­inu og er núna í kring­um 3%. Meðal­hlut­fall lausra starfa af heild­ar­fjölda starfa hef­ur verið 2,2% frá 1. árs­fjórðungi 2019 til sama tíma 2022. Þá eru laus störf tölu­vert fleiri nú en fyr­ir far­sótt­ina.“

22.400 laus störf í ferðaþjón­ustu

Í Hag­sjánni seg­ir að spurn eft­ir starfs­fólki hafi verið mjög mis­mun­andi eft­ir grein­um frá ár­inu 2019.

„Bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð sker sig nokkuð úr í þessu sam­bandi, en þar hafa laus störf verið að meðaltali 6,4% af störf­um í grein­inni á þessu tíma­bili. Bygg­ing­ar­starf­semi er ekki fjöl­menn grein, en þar voru um 1.000 laus störf á 1. árs­fjórðungi 2022. Á þessu tíma­bili var skort­ur á starfs­fólki hlut­falls­lega næst mest­ur í ým­issi sér­hæfðri þjón­ustu, en þar voru laus störf að meðaltali 4,5% af öll­um störf­um.“

Þá voru að meðaltali laus störf í ein­kenn­andi grein­um ferðaþjón­ustu 3,1% á tíma­bil­inu frá upp­hafi árs­ins 2019 fram til 1. árs­fjórðungs í ár, en þá voru laus störf um 22.400, sem var þá um 11% allra lausra starfa í hag­kerf­inu öllu.

Heimild: Mbl.is