Home Fréttir Í fréttum Áforma baðlaug úti í Laugarvatni

Áforma baðlaug úti í Laugarvatni

144
0
Gestir heilsulindarinnar Fontana njóta ylsins frá hvernum. Áform eru um að tengja laugarnar betur við vatnið og gera þær náttúrulegar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stjórn­end­ur Gufu ehf., móður­fé­lags baðstaðar­ins Font­ana á Laug­ar­vatni, hafa áhuga á að stækka staðinn og breyta. Meðal ann­ars er vilji til að gera laug­arn­ar nátt­úru­leg­ar og jafn­vel að hafa eina úti í Laug­ar­vatni.

<>

Gufa hef­ur sótt um stækk­un bygg­ing­ar­lóðar til sveit­ar­stjórn­ar Blá­skóga­byggðar, að tvö­falda kaup á heitu vatni og um stækk­un bíla­stæða. Sig­urður Rafn Hilm­ars­son fram­kvæmda­stjóri tek­ur fram að áformin séu enn á frum­stigi. „Við höf­um áhuga á að breyta staðnum og stækka hann og til­einka okk­ur nýja tækni­mögu­leika og fleira sem við höf­um ekki verið að nýta okk­ur til þessa,“ seg­ir hann.

Yrðu nátt­úru­leg­ar laug­ar

Sig­urður seg­ir að áhugi sé á því að breyta lög­un laug­anna. Tengja þær nátt­úr­unni meira en nú þegar er, jafn­vel að hafa eina laug úti í sjálfu vatn­inu. Hug­mynd­in er að gera laug­arn­ar sem nú eru blandaðar með klór að nátt­úru­leg­um laug­um.

Hug­mynd­in er að stækka bún­ingsaðstöðu. Meiri kröf­ur eru nú gerðar til aðstöðu gesta en áður var. Það yrði meðal ann­ars gert með því að lengja húsið í báða enda. Einnig að byggja yfir garðinn sem er í miðju hús­inu og skapa þar kaffiaðstöðu.

„Það eru marg­ar spenn­andi hug­mynd­ir í gangi og verður gam­an að sjá loka­út­gáf­una,“ seg­ir Sig­urður. Hann seg­ir að fram­kvæmd­ir hafi ekki verið tíma­sett­ar enda eigi eft­ir að ganga frá breyt­ingu á deili­skipu­lagi, en sjálf­ur hefði hann viljað hefja fram­kvæmd­ir í haust eða fyrri­hluta vetr­ar.

Leitað að heitu vatni

Vegna stækk­un­ar­inn­ar þarf Font­ana að tvö­falda kaup sín á heitu vatni. Ásta Stef­áns­dótt­ir sveit­ar­stjóri seg­ir að vatnið úr hvern­um á Laug­ar­vatni dugi nú­ver­andi starf­semi og íbú­um á Laug­ar­vatni en lítið um­fram það. Hún seg­ir að til standi að gera rann­sókn­ar­hol­ur í sum­ar til að finna stað til að bora vinnslu­holu til að virkja meira vatn.

Heimild: Mbl.is