Home Fréttir Í fréttum Búið að rífa Nætursöluna á Akureyri

Búið að rífa Nætursöluna á Akureyri

485
0
Mynd: Helgi Steinar Halldórsson

Húsnæðið í miðbæ Akureyrar þar sem Nætursalan stóð til margra ára hefur verið rifið. Helgi Steinar Halldórsson birti myndir af svæðinu í Facebook hópnum Miðbærinn. Akureyri.

<>

Hús Nætusölunnar var staðsett á byggingarreit lóðarinnar Hofsbót 2 þar sem nú er gert ráð fyrir allt að 10 íbúðum á 2 til 4 hæðum ásamt verslunar- og þjónustustarfsemi á fyrstu hæð samkvæmt miðbæjarskipulagi Akureyrarbæjar.

Mynd: Helgi Steinar Halldórsson

Nætursalan lokaði verslun sinni árið 2017 vegna rekstrarerfiðleika. Húsið var í eigu Akureyrarbæjar en Nætursalan var samgöngumiðstöð fyrir strætó og strætóbílstjórar höfðu aðstöðu í húsinu.

Vegna framkvæmdanna í miðbænum hefur endastöð strætisvagna verið færð frá Nætursölunni yfir götuna og er nú sunnan við BSO.

Heimild: Kaffid.is