Home Fréttir Í fréttum Ellefu fjölbýlishús rísi á Vatnsnesi

Ellefu fjölbýlishús rísi á Vatnsnesi

439
0

Mik­il upp­bygg­ing íbúða auk aðstöðu fyr­ir veit­ingaþjón­ustu og versl­an­ir er fyr­ir­huguð á Vatns­nesi í Reykja­nes­bæ. Það eru JeES arki­tekt­ar í Reykja­nes­bæ sem hafa unnið nýtt skipu­lag íbúðasvæðis á Vatns­nes­inu og hannað bygg­ing­ar sem áhugi er á að rísi aust­ast á svæðinu við strand­lengj­una og í hjarta Kefla­vík­ur, sem teng­ist miðbæn­um beint um Hafn­ar­götu.

<>

Í til­lögu JeES arki­tekta að nýju deili­skipu­lagi fyr­ir svæðið er gert ráð fyr­ir að reist verði ell­efu fjöl­býl­is­hús á fimm og sex hæðum fyr­ir allt að 328 íbúðir.

Á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­nes­bæj­ar fyrr í þess­um mánuði var samþykkt að aug­lýsa deili­skipu­lagstil­lög­una og að sögn Jóns Stef­áns Ein­ars­son­ar, arki­tekts hjá JeES arki­tekt­um, ætl­ar stof­an að kynna íbú­um til­lög­una og hug­mynd­irn­ar um heild­ar­skipu­lag svæðis­ins í næsta mánuði.

Fjár­sterk­ir aðilar koma að þessu verk­efni og drífa það áfram að sögn hans. Verði til­lag­an samþykkt gæti hún legið til­bú­in fyr­ir í fe­brú­ar á næsta ári. Þá yrði strax hægt að hefjast handa við fram­kvæmd­ir.

Seg­ir hann grunn­hug­mynd­ina við upp­bygg­ingu húsaþyrp­ing­ar á svæðinu vera þá að reisa stak­stæðar bygg­ing­ar í góðum tengsl­um við um­hverfið og búa til nokk­urs kon­ar þorps­stemn­ingu, með góðu flæði tengi­leiða á milli hús­anna að opnu svæði að sjáv­ar­síðunni og ná­lægu um­hverfi.

Þá sé reynt sem best að laga skipu­lagið að göngu­stígn­um sem ligg­ur meðfram strand­lengj­unni. Land­rýmið er það stórt að sögn hans að það býður upp á að við mitt svæðið verði torg þar sem byggð yrði aðstaða fyr­ir versl­un og veit­ingaþjón­ustu, sem opn­ar á sam­fé­lags­leg tengsl við aðra bæj­ar­búa og þar sem yrði gott út­sýni.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is