Home Fréttir Í fréttum Fjölmörgum einbýlis – og raðhúsalóðum úthlutað á næstu vikum á Akranesi

Fjölmörgum einbýlis – og raðhúsalóðum úthlutað á næstu vikum á Akranesi

291
0
Mynd: Skagafrettir.is

Á næstu vikum verður nýjum byggingalóðum úthlutað í áfanga 3C og 5 í Skógarhverfi á Akranesi.

<>

Alls eru 20 einbýlishúsalóðir, 12 raðhúsalóðir og 5 fjölbýlishúsalóðir til umsóknar í þessum áfanga. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akraness.

Hægt verður að sækja um lóðirnar strax í þessari viku eða þann 11. maí og umsóknarfresturinn er áætlaður 8. júní.

Sérstakur úthlutunarfundur í bæjarráði er áætlaður 30. júní næstkomandi.

Um er að ræða tvo verkáfanga:
Áfangi 1, inniheldur sex einbýli, níu raðhúsalóðir og fimm fjölbýli.
Áfangi 2, innheldur fjórtán einbýli og þrjár raðhúsalóðir.

Áætlað er að áfangi 1 verði byggingarhæfur 1. júní 2023 og áfangi 2 verði byggingarhæfur 15. september 2023.

Hæfi umsækjanda sem fá lóð úthlutað eftir útdrátt, skal skoðað m.t.t. reglna um úthlutun lóða hjá Akraneskaupstað.

Skilyrði þátttöku er m.a. að umsækjanda hafi greitt umsóknargjald að fjárhæð kr. 200.000 sem telst hluti áætlaðra gatnagerðargjalds viðkomandi lóðar.

Heimild: Skagafrettir.is