Home Fréttir Í fréttum Hjúkrunarheimilið verður tvöfalt stærra

Hjúkrunarheimilið verður tvöfalt stærra

222
0
Willum og Haraldur undirrituðu samninginn í dag. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra og Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar und­ir­rituðu í dag samn­ing um stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra í Mos­fells­bæ.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu.

Reist verður ný­bygg­ing áföst heim­il­inu fyr­ir 44 íbúa. Þar með ríf­lega tvö­fald­ast stærð heim­il­is­ins með aðstöðu fyr­ir sam­tals 77 íbúa.

Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir hefj­ist seinni hluta næsta árs og að hægt verði að taka heim­ilið í notk­un í árs­byrj­un 2026.

Ríkið greiðir 85%

„Hér er um stóra og mik­il­væga fram­kvæmd að ræða sem skipt­ir miklu máli fyr­ir sam­fé­lagið hér. Þörf­in fyr­ir fleiri hjúkr­un­ar­rými er brýn sam­hliða upp­bygg­ingu annarr­ar þjón­ustu.

Með þessu er fram­fylgt stefnu stjórn­valda um að mæta auk­inni þörf fyr­ir hjúkr­un­ar­rými, jafn­framt því að bæta aðbúnað fyr­ir íbúa og starfs­fólk og efla og bæta þjón­ustu við aldraða,“ er haft eft­ir Will­um Þór Þórs­syni heil­brigðisráðherra í til­kynn­ing­unni

Áætlaður heild­ar­kostnaður við fram­kvæmd­ina eru tæp­ir 2,5 millj­arðar króna og skipt­ist kostnaður­inn þannig að 85% greiðast úr rík­is­sjóði á móti 15% fram­lagi bæj­ar­fé­lags­ins sem jafn­framt legg­ur til lóðina und­ir hús­næðið.

Hjúkr­un­ar­heimlið Hamr­ar. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Ætla að efla fé­lags­starf fyr­ir alla eldri íbúa

„Við Mos­fell­ing­ar fögn­um ríf­lega tvö­föld­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra. Þannig get­um við bet­ur mætt þörf­um íbúa Hamra og eflt starf­sem­ina frá því sem nú er enda verður ein­ing­in hag­kvæm­ari í rekstri sem mun skila sér til íbú­anna.

Þá not­um við tæki­færið til að efla fé­lags­starf Mos­fells­bæj­ar í hús­inu til hags­bóta fyr­ir alla eldri íbúa og fjöl­skyld­ur þeirra,“ er haft eft­ir Har­aldi Sverris­syni bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar.

Hjúkr­un­ar­heim­ilið Hamr­ar stend­ur við Langa­tanga í Mos­fells­bæ. Hús­næðið er um 2.200 fer­metr­ar með aðstöðu fyr­ir 33 íbúa. Þjón­ustumiðstöð og dag­vist­un eru sam­tengd­ar heim­il­inu.

Ný­bygg­ing­in mun rísa norðan við nú­ver­andi heim­ili, sam­tals 2.860 fer­metr­ar á tveim­ur hæðum og verður sam­tengd eldri bygg­ingu.

Heimild: Mbl.is