Home Fréttir Í fréttum Íbúðalánasjóður setur 500 íbúðir á sölu

Íbúðalánasjóður setur 500 íbúðir á sölu

99
0

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að setja um 500 íbúðir úr eignasafni sjóðsins í opið söluferli. Um er að ræða þriðjung þeirra íbúða sem nú eru í eigu sjóðsins eða 504 íbúðir alls, segir í tilkynningu.

<>

Íbúðirnar eru um land allt og verða boðnar til sölu í 15 eignasöfnum. Verulegur hluti íbúðanna er í útleigu en hluti eignanna þarfnast lagfæringar. Sala eignanna er í takti við markmið Íbúðalánasjóðs um að selja meirihluta fasteigna sjóðsins á þessu og næsta ári. Vonast sjóðurinn til að stuðla um leið að auknu framboði á íbúðarhúsnæði víða um land.

Eignasöfnin sem seld verða eru misjöfn að stærð og gerð. Samsetning eigna í hverju safni miðast við að hagkvæmt geti verið að reka um þær leigufélög og eru eignir í hverju þeirra að jafnaði í sama byggðarlagi.  Ákveðið var að hafa hvert eignasafn hóflegt að stærð til þess að það sé á færi fleiri fjárfesta að bjóða í þau. Heimilt verður að bjóða í einstök eignasöfn eða fleiri saman.

Söluferlið hefst mánudaginn 14. desember nk. og munu áhugasamir fjárfestar þá geta nálgast ítarlega upplýsingaskýrslu um söluferlið og eignirnar á heimasíðu Íbúðalánasjóðs. Sama dag verður boðið til kynningarfundar sem haldinn verður í sal Grand hótel Reykjavík kl. 14:00. Þeir sem hyggjast sækja fundinn verða að skrá sig til þátttöku fyrir kl. 13 á mánudeginum. Skráning fer fram á heimasíðu Íbúðalánasjóðs undir tenglinum „Sala eignasafna – skráning  á  kynningarfund“.  Á  fundinum  verður  farið  yfir söluferlið og fasteignasöfnunum lýst nánar.

Heimild: Visir.is