Home Fréttir Í fréttum Norðmanni gert að greiða 283 milljónir í skattasekt

Norðmanni gert að greiða 283 milljónir í skattasekt

218
0
Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni norskan athafnamann, sem búsettur er í Póllandi, til að greiða 283 milljónir í sekt fyrir að standa ekki skil á rúmlega 140 milljónum króna í virðisaukaskatt í rekstri steypufélags sem hann átti hér á landi.

Brotin voru framin á uppgjörstímabilinu júlí-ágúst til og með nóvember -desember rekstrarárið 2019.

<>

Maðurinn krafðist þess í febrúar að ákæru héraðssaksóknara yrði vísað frá en því var hafnað. Saksóknari ákvað við fyrirtöku í mars að falla frá ákæru fyrir peningaþvætti. Eftir þennan snúning játaði maðurinn sök en krafðist vægustu refsingar sem lög leyfðu.

Héraðsdómur dæmdi manninn í 24 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 283 milljónir í sekt innan fjögurra vikna en sæta ella fangelsi í 360 daga.

Umrætt fyrirtæki var stofnað í mars 2016 og var tilgangurinn sagður vera alhliða byggingarstarfsemi. Með úrskurði héraðsdóms fjórum árum síðar var félagið tekið til gjaldþrotaskipta og námu lýstar kröfur 219 milljónum króna.

Samkvæmt Creditinfo hefur maðurinn aldrei haft lögheimili hér á landi.  Á vef félags hans í Póllandi kemur fram  að hann hafi verið búsettur þar frá árinu 1994.

Heimild: Ruv.is