Home Fréttir Í fréttum Opna Skógarböðin í maí — „Alveg eins og mig dreymdi um“

Opna Skógarböðin í maí — „Alveg eins og mig dreymdi um“

430
0
Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV

Nýjasti áfangastaður ferðamanna við Akureyri, Skógarböðin, verða tekin í gagnið á næstu dögum. Eigandinn segir útkomuna jafnvel betri en hann þorði að láta sig dreyma um.

<>

Heita vatnið sem fannst árið 2014 verður nýtt
Heitt vatn í miklu magni fannst óvænt í Vaðlaheiðargöngum í febrúar 2014. Fljótlega eftir það komu fram hugmyndir um að nýta vatnið í baðstað.

Það var svo í desember árið 2020 sem hjónin Sigríður María Hammer og Finnur Aðalbjörnsson, kynntu áform sín um að reisa baðstað í landi Ytri-Varðgjár, skammt frá göngunum. Framkvæmdir hófust skömmu síðar.

Hoppa beint í djúpu laugina

Finnur Aðalbjörnsson, eigandi, segir að nú sé loksins komið að því að opna. Heyrðu það er bara á næstu dögum eða vikum. „Það er bara verið að fínpússa þetta allt saman og við erum að horfa á miðjan mánuðinn.

Vonandi tíunda eða tólfta maí verða iðnaðarmenn farnir út hérna og byrjað að þrífa og þjálfa starfsfólk og svo bara hoppa í djúpu laugina. Ég er mjög ánægður með útkomuna, þetta er alveg eins og mig dreymdi um í upphafi, heldur betra kannski.“

Mynd: Óðinn Svan Óðinsson – RÚV

Ætluðu að opna í febrúar

Búið er að stækka laugina og þjónustuhúsið frá því sem fyrst var áætlað. Til dæmis er búið að bæta við öðrum bar og stækka laugina.

Í fyrstu var áætlað að opna böðin í febrúar en ýmsar tafir á afhendingu á búnaði og aðföngum hefur tafið verkið. En nú eru öll aðföng komin og verið að hnýta síðustu hnútana. „Við opnum um miðjan maí, plús, mínus einhverjir dagar kannski.“

Heimild: Ruv.is