Home Fréttir Í fréttum Nýtt hjúkrunarheimili tekið í notkun í Bolungarvík

Nýtt hjúkrunarheimili tekið í notkun í Bolungarvík

118
0
Frá undirritun samnings um rekstur hjúkrunarheimilis í Bolungarvík.

„Það er stór dagur í lífi bæjarfélags þegar nýtt hjúkrunarheimili er tekið í notkun, enda skiptir miklu máli í hverju samfélagi að vel sé búið að öldruðum sem þarfnast umönnunar,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í ávarpi þegar nýtt hjúkrunarheimili var vígt í Bolungarvík á sunnudaginn. Það var margt um manninn við vígsluathöfnina og auk ráðherra fluttu ávörp Elías Jónatansson bæjarstjóri og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sem færði Bolvíkingum árnaðaróskir í tilefni dagsins.

<>

Hjúkrunarheimilið er byggt fyrir tíu íbúa og leysir af hólmi gamla sjúkraskýlið í Bolungarvík, sem komið var til ára sinna. Það er byggt í samræmi við kröfur hins opinbera um stærð, aðbúnað og gæði til að stuðla að sem bestri þjónustu við íbúana. Húsið sjálft er eign sveitarfélagsins en rekstur hjúkrunarrýmanna verður á hendi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Heilbrigðisráðherra, bæjarstjóri og Þröstur Óskarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða undirrituðu samning um reksturinn við vígsluathöfnina.

Heimild: Skutull.is