Home Fréttir Í fréttum Flutningabíll ók á brú og tættist í sundur

Flutningabíll ók á brú og tættist í sundur

285
0
Kassi bílsins tættist í sundur við höggið. mbl.is/Árni Sæberg

Rétt fyr­ir klukk­an sex í gær­kvöldi ók flutn­inga­bíll ók und­ir brú á Hnoðraholti í Garðabæ með þeim af­leiðing­um að kass­inn aft­an á hon­um tætt­ist í sund­ur. Eng­in slys urðu á fólki en eins og sjá má á mynd­um, sem ljós­mynd­ari mbl.is tók, er ekki mikið eft­ir af kassa bíls­ins.

<>

Hæðar­tak­mark­an­ir eru við brúna og skýr­ar merk­ing­ar fyr­ir fram­an hana. Þrátt fyr­ir það ger­ist það öðru hverju að of háir bíl­ar aka und­ir hana, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

„Þetta ger­ist alltaf af og til að menn átta sig ekki á hæð bíls og hæð brú­ar­inn­ar þarna und­ir,“ seg­ir Sæv­ar Guðmunds­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni í Hafnar­f­irði, í sam­tali við mbl.is.

Það kem­ur fyr­ir af og til að of háir bíla keyra und­ir brúna. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Brú­in teng­ir sam­an tvö íbúðar­hverfi og um­ferðar­hraði á svæðinu er því ekki mik­ill. Sæv­ar seg­ir höggið engu að síður tölu­vert þegar bíll skell­ur á brúnni með þess­um hætti. Eng­ar skemmd­ir virðast hafa orðið á brúnni við höggið en Sæv­ar seg­ir sjald­gæft að það ger­ist.

Lög­regla fékk til­kynn­ingu um at­vikið klukk­an tíu mín­út­ur í sex og fóru lög­reglu­menn á vett­vang. Lög­regla hef­ur hins veg­ar litla aðkomu að árekstr­um þegar ekki eru slys á fólki og var því einka­fyr­ir­tæki kallað til að sjá um málið; skýrslu­gerð og annað.

Til­kynnt var um at­vikið rétt fyr­ir klukk­an sex í gær. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Heimild: Mbl.is