Home Fréttir Í fréttum 17.05.2022 Vatnsrennibrautarsvæði, uppsteypa og lagnir í jörð

17.05.2022 Vatnsrennibrautarsvæði, uppsteypa og lagnir í jörð

318
0
Mynd: VA arkitektar

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í:

<>

Vatnsrennibrautarsvæði, uppsteypa og lagnir í jörð, útboð 15517

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 11:00, 22. apríl 2022.

Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“ eða „Register“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef  Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 17. maí 2022.

Lýsing á verkinu:

Verkið fest í að stækka sundlaugarsvæði við nýja sundlaug í Úlfarsárdal og steypa

lagnakjallara og veggi sem afmarka sundlaugarsvæði umhverfis nýja vatnsrennibraut. Steypa undirstöður fyrir vatnsrennibraut, leggja loftræsilagnir í jörðu og smíða inntaksháf úr stáli og klæða hann með álneti.

Helstu verkþættir og magntölur:

Gröftur og brottakstur á umframefni 1100m3
Gröftur og tilflutningur á jarðvegi innan lóðar 150m3
Fylling undir og að sökklum 900m3
Lagnir í jörðu 290m
Brunnar 4stk
Loftræsilagnir í jörðu DN800 6m
Inntaksháfur 1stk
Steypumót 375m2
Steypustyrktarjárn 13.000kg
Steinsteypa 115m3

Lok framkvæmdatíma :20. september 2022