Home Fréttir Í fréttum Þjótandi hagnast um 588 milljónir

Þjótandi hagnast um 588 milljónir

198
0
Mynd: Haraldur Guðjónsson

Eignir Þjótandi námu 2,8 milljörðum króna og eigið fé stóð í 2,2 milljörðum í lok síðasta árs.

<>

Verktakafyrirtækið Þjótandi, sem staðsett er á Hellu og fæst við jarðvinnu margs konar, hagnaðist um 588 milljónir króna á síðasta ári og ríflega tvöfaldaðist hagnaðurinn frá fyrra ári.

Rekstrartekjur námu 1,6 milljörðum króna og jukust um 364 milljónir króna frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu 886 milljónum króna og lækkuðu um 31 milljón króna á milli ára.

Eignir Þjótandi námu 2,8 milljörðum króna í árslok 2021 og jukust um 804 milljónir króna frá fyrra ári. Þá námu skuldir 529 milljónum króna og jukust um 256 milljónir króna. Eigið fé stóð í 2,2 milljörðum króna í lok síðasta árs og handbært fé nam 961 milljón króna.

Ólafur Einarsson og Steinunn Birna Svavarsdóttir eiga hvort um sig helmingshlut í verktakafyrirtækinu. Stjórn félagsins lagði til við aðalfund að greiddur yrði út 40 milljóna króna arður til eigenda á yfirstandandi ári vegna síðasta árs.

Heimild: Vb.is