Home Fréttir Í fréttum Búast við enn frekari hækkun fasteignaverðs

Búast við enn frekari hækkun fasteignaverðs

101
0
Mikil eftirspurn er eftir fasteignum í Reykjavík þessa dagana. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Stjórn­völd telja að fast­eigna­verð komi til með að hækka enn frek­ar á kom­andi miss­er­um. Ein höfuð ástæðan fyr­ir þess­ari hækk­un er sí­auk­in eft­ir­spurn eft­ir fast­eign­um en met­fjöldi keypti sína fyrstu íbúð í fyrra.

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un á vef stjórn­ar­ráðsins sem birt var í gær. Um­fjöll­un­in bygg­ist á efna­hagskafl­an­um í ný­út­kom­inni fjár­mála­áætl­un fyr­ir árin 2023 til 2027. 

Íbúðaverð á landsvísu hef­ur hækkað um 29 pró­sent síðan að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hófst í árs­byrj­un 2020. Sam­kvæmt fjár­hags­áætl­un­inni er helsta ástæðan fyr­ir þessu lækk­un vaxta á íbúðalán­um, sér­stak­lega óverðtryggðum lán­um, á meðan að á heims­far­aldr­in­um stóð. Vext­ir hafa þó aft­ur byrjað að hækka aft­ur síðan þá. Sam­hliða þessu hef­ur lít­ill vöxt­ur í fram­boði nýrra íbúða haft tölu­verð áhrif. 

Sam­kvæmt stjórn­ar­ráðinu kem­ur þessi hækk­un grein­ing­araðilum á óvart. 

Eft­ir­spurn eyk­ur hækk­un enn frek­ar 

Aðrar ástæður fyr­ir þess­ari hækk­un er að ráðstöf­un­ar­tekj­ur ein­stak­linga hafa hækkað síðastliðin ár. Þar að auki hef­ur smekk­ur og þarf­ir ein­stak­linga breyst und­an­farið sam­kvæmt stjórn­arráðinu. Þessi breyt­ing birt­ist helst í mik­illi eft­ir­spurn eft­ir sér­býli. 

Hins veg­ar hef­ur raun­verði íbúða hækkað um sex­tán pró­sent. Sú hækk­un sker sig ekki úr í sam­an­b­urði við ná­granna­lönd.  

Met­fjöldi keypti sína fyrstu íbúð 

Þrátt fyr­ir þessa tölu­verðu hækk­un á fast­eigna­verði hafa aldrei fleiri keypt sína fyrstu íbúð frá upp­hafi mæl­inga.  

Tæp­lega 7.000 manns keyptu sína fyrstu íbúð árið 2021 en það er tölu­vert meira en 2020 þar sem rúm­lega 6.000 manns keyptu sína fyrstu íbúð það árið. Að mati stjórn­ar­ráðsins benda þess­ar töl­ur til þess að þeir þætt­ir sem hafa auðveldað fyrstu kaup vegi þyngra en hækk­un fast­eigna­verðs. 

Meðal­ald­ur fyrstu kaup­enda var í fyrra 30 ára sem er einu ári yngra en fyr­ir ára­tugi síðan.  

Þessi mikla eft­ir­spurn eft­ir hús­næði hef­ur hækkað fast­eigna­verð enn frek­ar. Íbúðum á sölusíðum fækk­ar hratt og sú þróun eyk­ur veru­lega á verðþrýst­ing.  

Hús­næðis­verð lík­legt til að hækka enn frek­ar 

Sam­kvæmt stjórn­arráðinu tek­ur það íbúðaverð tals­verðan tíma að bregðast við breytt­um efna­hagsaðstæðum og rann­sókn­ir sýna fram á að lík­legt er að hús­næðis­verð hækki áfram fyrst það hafi hækkað mikið á und­an­gengnu ári.  

Sam­kvæmt rann­sókn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins get­ur hækk­un hús­næðis­verð komið af stað sjálf­nær­andi ferli þar sem aukið verðrými hús­næðiseig­anda eyk­ur kaup­getu þeirra. Kann þetta að skýra hvers vegna hús­næðis­verð hækk­ar enn hratt þrátt fyr­ir að nokkuð sé liðið frá því að vaxta­lækk­an­ir tóku enda. 

Heimild: Mbl.is

Previous article29.04.2022 Endurbætur á grunnskóla Grindavíkur
Next articleOpnun verðfyrirsp. Leiksskólinn Ægisborg – frárennsli og drenlagnir