Hafnir Múlaþings óskar eftir tilboðum í verkið „Djúpivogur – Steypt þekja og lagnir 2022“.
Helstu verkþættir eru:
• Steypa upp vatns- rafbúnaðarhús.
• Leggja ídráttarrör.
• Leggja vatns- og frárennslislagnir.
• Setja upp vatnshana og tenglaskápa.
• Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir steypu.
• Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 3750 m2.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. ágúst 2023.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent frá mánudeginum 11. apríl 2022 í rafræna útboðskerfinu TendSign og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 3. maíl 2022.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.