Home Fréttir Í fréttum Fjöl­breytt byggð í Nýja Skerj­a­firð­i

Fjöl­breytt byggð í Nýja Skerj­a­firð­i

180
0
Í nýju byggðinni í Skerjafirði verða meðal annars námsmannaíbúðir ogíbúðir á vegum Bjargs íbúðafélags, auk verslunar, þjónustu og bílastæðahúss.

Borgarráð hefur samþykkt að úthluta lóð og byggingarrétti til Félagsstofnunar stúdenta fyrir 110 námsmannaíbúðir í nýja Skerjafirði. Þá fékk Bjarg íbúðafélag samþykki fyrir 95 nýjum íbúðum í sama hverfi.

<>

Nokkur mál er varða fyrsta áfanga í nýja Skerjafirði voru tekin fyrir á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Samþykktar voru heimildir til að bjóða til sölu byggingarrétt fyrir íbúðarhúsnæði, verslunar- og þjónustulóð með bílastæðahúsi fyrir hverfið og svo lóð fyrir verslunarhúsnæði.

Óskað var eftir að borgarráð samþykkti að úthluta lóð og byggingarrétti fyrir 110 námsmannaíbúðir á 3-5 hæðum á lóð við Otursnes 62. Var þetta samþykkt og er heimilað byggingamagn 8.800 m2 ofanjarðar og 630 m2 kjallari neðanjarðar.

Þá var samþykkt að úthluta lóð og byggingarrétti fyrir 95 íbúðir á 2-5 hæðum í fjórum húsum á lóð við Reginsnes 10. Heimilað byggingarmagn er 7100 m2 ofanjarðar og 540 m2 kjallari neðanjarðar.

Heimild: Frettabladid.is