Home Fréttir Í fréttum Vinna við tvöföldun stöðvuð vegna kæru

Vinna við tvöföldun stöðvuð vegna kæru

310
0
Tölvuteikning af áformaðri tvöföldun sýnir nýja akbraut norðanmegin við núverandi Suðurlandsveg, til vinstri á myndinni.

Vega­gerðin hef­ur stöðvað fram­kvæmd­ir við tvö­föld­un Suður­lands­veg­ar frá nú­ver­andi tvö­föld­un á Fossvöll­um og vest­ur fyr­ir Lög­bergs­brekku. Var það gert vegna þess að úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála felldi úr gildi fram­kvæmda­leyfi Kópa­vogs­bæj­ar að kröfu Waldorf-skól­ans í Lækj­ar­botn­um.

<>

Bæj­ar­stjórn Kópa­vogs­bæj­ar samþykkti að gefa út fram­kvæmda­leyfi 12. októ­ber á síðasta ári eft­ir nokk­urt þóf vegna at­huga­semda Waldorf-skól­ans. Ný ak­rein verður lögð norðan við nú­ver­andi Suður­lands­veg en Waldorf-skól­inn er sunn­an við veg­inn.

Fækka á veg­um inn á hinn tvö­falda veg en fallið hef­ur verið frá eða frestað mis­læg­um gatna­mót­um. Waldorf-skól­inn taldi að erfitt yrði að leggja veg frá skól­an­um, meðal ann­ars vegna þrengsla við nátt­úru­vættið Trölla­börn. Í fyrstu gleymd­ist að hafa hliðar­veg­inn í um­hverf­is­mati en síðan fékkst leyfi til að sleppa því mati.

Heimild: Mbl.is