Home Fréttir Í fréttum Nýtt hverfi rís í Eyjafjarðarsveit

Nýtt hverfi rís í Eyjafjarðarsveit

262
0
Undirritaður hefur verið samningur um nýtt Ölduhverfi. Ljósmynd/Aðsend

Eyja­fjarðarsveit og Öldu­hverfi ehf. hafa und­ir­ritað samn­ing um upp­bygg­ingu nýs 200 íbúða hverf­is í landi Kropps í Eyja­fjarðarsveit. Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir við hverfið hefj­ist síðari hluta árs­ins 2022, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

<>

Hverfið sem hef­ur fengið nafnið Öldu­hverfi mun verða hluti af þétt­býliskjarn­an­um við Hrafnagil en þar er að finna alla helstu þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins, leik- og grunn­skóla, sund­laug, íþrótta­hús og skrif­stofu Eyja­fjarðarsveit­ar.

Hug­mynd að því hvernig full­byggt Öldu­hverfi muni líta út. Ljós­mynd/​Aðsend

Kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að upp­bygg­ing hverf­is­ins verði í einkafram­kvæmd. Er þá átt við upp­bygg­ingu og lagn­ingu innviða, gatna- og stíga­gerð og frá­veitu­kerfi.

„Að upp­bygg­ingu lok­inni mun Eyja­fjarðarsveit taka yfir og eign­ast opin svæði, lóðir, göt­ur, gang­stíga og aðra þá innviði sem til­heyra rekstri sveit­ar­fé­laga og ann­ast viðhald þeirra til fram­búðar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Gera ráð fyr­ir lágri byggð

Gert er ráð fyr­ir lágri byggð í Öldu­hverfi. Eins til tveggja hæða húsa, ein­býl­is-, par og raðhús­um ásamt litl­um sex til átta íbúða fjöl­býl­is­hús­um. „Byggðin mun falla vel að lands­lag­inu og land­halli á svæðinu verður nýtt­ur til að all­ar íbúðir hverf­is­ins njóti mik­ils út­sýn­is.“

„Öldu­hverfi er byggð í skjóli skóga. Stórt opið svæði er í miðju hverf­inu sem einnig teng­ist fjöl­breytt­um skóg­ar­stíg­um, vin­sæl­um hjóla- og göngu­stíg milli Ak­ur­eyr­ar og Hrafnagils. Svæðið bíður því upp á fjöl­breytta mögu­leika til úti­vist­ar allt árið um kring,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is