Home Fréttir Í fréttum 22.04.2022 Selfossveitur bs. „Dælustöð við Víkurheiði – 2109345“

22.04.2022 Selfossveitur bs. „Dælustöð við Víkurheiði – 2109345“

352
0
Selfoss

Verkið felur í sér byggingu á dælustöð fyrir hitaveitu Eyrarveitu við gatnamót Víkurheiðar og Stekkjarheiðar á Selfossi.  Í dælustöðinni setur verktaki upp DN250-DN300 lagnir úr stáli og einangrar og álklæðir.

<>

Setja þarf upp og tengja tvær 50 l/s dælur ásamt lokum, einstreymislokum, skynjurum og öðrum búnaði. Verkið felur einnig í sér lagningu á DN300 hitaveitulögnum í jörðu, tengingu við eldri stofnlögn ásamt jarðvinnu.

Einnig skal tengja dælustöðina við rafveitu, ljósleiðara, leggja raflagnir fyrir búnað og stýrikerfi þeirra, smíða og setja upp aðaltöflu og stjórnskáp, setja upp hraðabreyta og tengja dælumótora. Jafnframt felur verkið í sér lagningu á bráðbirgða vegslóða að lóð, yfirborðsfrágang og frágang á lóð.

Helstu magntölur:

  • Gröftur vegna byggingar             250 m³
  • Fylling vegna byggingar             450 m³
  • Neðra burðarlag                        600 m³
  • Fráveitulagnir                           100 m
  • Einangraðar hitaveitulagnir        120 m
  • Bygging dælustöðvar                110 m²

Verkinu skal að fullu lokið 1. júlí 2023.

 

Útboðsgögn verða afhent á útboðvef 6. apríl 2022 kl. 11:00 sem er aðgengilegur hér:

https://arborg.ajoursystem.is/Tender/DirectLink/3544c51d-495c-42b7-8225-9a904d1c1911

Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour. Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett er fram í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs og hlaða upp þeim skrám sem gerð er krafa um. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði.

Ef enginn póstur berst, hefur afhending ekki tekist. Bjóðendur skulu í þeim tilfellum leita til Ajour þjónustuaðila án tafar. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn.

Skilafrestur tilboðs er til kl. 11.00 þriðjudaginn 19. apríl 2022.

Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur tilboða er liðinn. Bjóðendum verður því ekki boðið að mæta á opnunarfund en í kjölfar opnunar tilboða verður bjóðendum sent opnunaryfirlit rafrænt.

Sjá nánar.