Home Fréttir Í fréttum Raunhæft að svæðið við Smáralind verði gjörbreytt eftir tíu ár

Raunhæft að svæðið við Smáralind verði gjörbreytt eftir tíu ár

211
0
Fyrir - og kannski eftir.

Bæjarstjórinn í Kópavogi telur raunhæft að hefja framkvæmdir á þessu ári við nýjan miðbæ sem gjörbreyti ásýnd bæjarins. Rúmlega níu þúsund íbúar gætu verið fluttir í hverfið eftir fimmtán ár.

<>

Til vinstri á myndinni fyrir ofan sést svæðið sem um ræðir eins og það er núna. Reykjanesbrautin í miðið og Fífuhvammsvegur þverar. Smáralind til vesturs – og mikið malbik.

Og til hægri má sjá vinningshugmynd ASK-arkítekta og fleiri um framtíðarskipulag svæðisins, studd af öllum flokkum í bæjarstjórn. Um kílómetri af Reykjanesbraut í stokk, græn svæði og fullt af nýrri, lágreistri byggð.

Við austurenda Smáralindar og alveg við Reykjanesbrautina er reiknað með Kópavogstorgi svokölluðu, borgarlínustöð og tengingu við Keflavík, kannski með lest.

„Þannig að umferðin hér ofanjarðar verður miklu miklu rólegri og mun þannig fyrst og fremst byggjast á almenningssamgöngum þar sem Reykjanesbrautin er í dag,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
VÍSIR/EGILL

Samkvæmt hugmyndinni gætu allt að 3700 nýjar íbúðir risið á svæðinu þegar yfir lýkur – og inn í þær flutt rúmlega níu þúsund íbúar. Ármann telur raunhæft að byrja á fyrsta áfanga framkvæmdanna á þessu ári.

„Þetta eru svona tvö til þrjú ný skólahverfi þannig að það á að vera hægt að gera þetta á tíu til fimmtán árum,“ segir Ármann.

Hugmynd að nýju Kópavogstorgi með tengingu við Keflavík.

Hann telur hugmyndina algjöra byltingu í bæjarskipulagi.

„Við erum ekki að ryðjast inn í byggðina. Við erum að fara að nýta það land sem er til staðar að stórum hluta en að sjálfsögðu fylgir þessu einhver þétting líka en það munu koma mikil lífsgæði á móti.“

Heimild: Visir.is