Home Fréttir Í fréttum Víðtækar afleiðingar af lokuninni

Víðtækar afleiðingar af lokuninni

217
0
Stefán Gestsson, framkvæmdastjóri hjá Vörubílastöðinni Þrótti. mbl.is/Sigurður Bogi

Mik­il óvissa rík­ir nú hjá verk­tök­um vegna yf­ir­vof­andi lok­un­ar á Bola­öldu í hlíðum Víf­il­fells. „Við les­um bara viðtal við Elliða Vign­is­son, bæj­ar­stjóra Ölfuss, í lok mars um að það eigi að loka Bola­öldu fyr­ir mót­töku jarðvegsúr­gangs 1. apríl,“ seg­ir Stefán Gests­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Vöru­bíla­stöðinni Þrótti.

<>

„Við erum með tölu­vert af vöru­bíl­um á okk­ar veg­um sem eru að keyra þangað dag­lega og okk­ur brá mjög. Í dag kost­ar ekk­ert að sturta úr­gangi af vinnusvæðum þarna upp frá. Núna heyr­ir maður út und­an sér að það eigi að fara að inn­heimta gjald sem gjör­breyt­ir stöðunni hjá okk­ur. Ef það ger­ist er grund­völl­ur til­boða okk­ar í verk hrun­inn og þetta mun hafa keðju­verk­andi áhrif út í sam­fé­lagið með hækk­andi bygg­ing­ar­vísi­tölu og auk­inni verðbólgu.“

Erfitt að reka fyr­ir­tæki í óvissu

Stefán fékk fá svör frá borg­ar­yf­ir­völd­um fyrr en aðfaranótt 1. apríl, þegar hon­um var sagt að hætt hefði verið við að loka þann dag og að hægt yrði að fara með úr­gang af bygg­ing­ar­svæðum næstu tvo mánuði í Bola­öldu. „Hvað þá tek­ur við er al­veg óljóst,“ seg­ir Stefán. Skrýtið sé að ekk­ert sam­band sé haft við hags­munaaðila í mál­inu.

„Það er mjög erfitt að reka fyr­ir­tæki í svona óvissu. Við erum að gera til­boð í verk og þurf­um nú að end­ur­skoða öll til­boð með til­liti til hærri kostnaðar. Við erum með um 70 bíl­stjóra á okk­ar veg­um og erum stór hags­munaaðili að þessu máli. Svona breyt­ing­ar þurfa meiri fyr­ir­vara en bara nokkra daga.“

Vís­ar mál­inu til föður­hús­anna

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Ölfuss, seg­ir eng­an samn­ing á borðinu um notk­un Bola­öldu fyr­ir urðun frá höfuðborg­ar­svæðinu.

Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri í Ölfusi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Það hef­ur verið sam­komu­lag und­an­farið um að Sorpa sæi um rekst­ur­inn á Bola­öldu, en mér finnst ekk­ert eðli­legt að við séum með þetta á okk­ar landi þar sem við höf­um ekki tekið á móti einni stein­völu úr Ölfusi í Bola­öldu og höf­um eng­ar tekj­ur af þess­ari starf­semi.“

Hann seg­ist hafa skiln­ing á óvissuþætt­in­um sem skap­ist hjá verk­tök­um vegna máls­ins, en vís­ar því til borg­ar­inn­ar og sveit­ar­fé­lag­anna sem hafa verið að nýta sér svæðið gjald­tök­u­laust. „Þessi mál verður að leysa þar sem þau eiga heima.“

Heimild: Mbl.is