Home Fréttir Í fréttum 180 íbúðir á lóð átta húsa

180 íbúðir á lóð átta húsa

691
0
Mikið verk er að rífa átta íbúðarhús, flokka efnið og koma í förgun. Unnið er að því verki þessa dagana. Uppbygging hefst eftir páska. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unnið er við að rífa göm­ul ein­býl­is­hús sem eru á þétt­ing­ar­reit í ná­grenni Hamra­borg­ar í Kópa­vogi, svo­kölluðum Traðarreit eystri. Já­verk ehf. hef­ur jarðvegs­fram­kvæmd­ir vegna bygg­ing­ar um 180 íbúða á reitn­um fljót­lega eft­ir páska og er áformað að fyrstu íbúðirn­ar verði af­hent­ar kaup­end­um um mitt ár 2024.

<>

Bygg­ing­ar­reit­ur­inn er á milli Mennta­skól­ans í Kópa­vogi og Kópa­vogs­skóla og ligg­ur að Digra­nes­vegi í suðri. Þar voru átta lág­reist íbúðar­hús með stór­um görðum, með um tólf íbúðum. Fé­lag hóf upp­kaup húsa þarna fyr­ir nokkr­um árum en Ham­ur þró­un­ar­fé­lag, syst­ur­fé­lag Já­verks ehf., tók síðar við verk­efn­inu.

Skólatröð var um­ferðargata með bílaum­ferð í báðar átt­ir en verður hellu­lögð vist­gata við nýju hús­in. Teikn­ing/​Tark

Komið hef­ur fram að reit­ur­inn er um 7.800 fer­metr­ar að stærð. Eft­ir breyt­ing­ar á skipu­lagi er nú gert ráð fyr­ir bygg­ingu fjöl­býl­is­húsa með 180 íbúðum. Þeim fylgja yfir 250 bíla­stæði, flest í bíla­kjall­ara.

Fjöl­breytt­ar íbúðagerðir
Gylfi Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Já­verks, er ánægður með blönd­un íbúðastærða. Seg­ir að gert sé ráð fyr­ir fjöl­breytt­um íbúðagerðum og stærðum, allt frá 40 fer­metra íbúðum og upp í veg­leg­ar þakhæðir.

„Útsýni verður hvergi betra á höfuðborg­ar­svæðinu, vil ég meina. Hús­in verða byggð hring­inn í kring­um reit­inn, þó brot­in upp og með góðum innig­arði. Staðsetn­ing­in er góð, á milli tveggja skóla og miðsvæðis á höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir Gylfi.

Hann seg­ir áformað að af­henda fyrstu íbúðirn­ar um mitt ár 2024 og verk­efn­inu verði lokað inn­an við ári síðar.

Heimild: Mbl.is