Home Fréttir Í fréttum Hafnarfjörður: Úthlutun lóðar að Ásvöllum 3

Hafnarfjörður: Úthlutun lóðar að Ásvöllum 3

554
0
Ásvellir

Á fundi bæjarstjórnar 23. mars sl. var samþykkt að úthluta Byggingafélagi Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) lóðinni að Ásvöllum 3 til að byggja allt að 110 íbúðir í fjölbýli. Lóðin var auglýst til úthlutunar þann 27. desember sl. og skyldi tilboðum skilað inn í síðasta lagi 28. janúar sl.

<>

Alls bárust 10 tilboð í lóðina sem auglýst var með lágmarksverðið kr. 447.919.120. Lægsta boð reyndist 564 milljónir króna og það hæsta 1.325,5 milljónir króna.

Tilboð voru opnuð að viðstöddum bjóðendum sama dag og tilboðsfrestur rann út. Eftir mat á framkomnum tilboðum var það samhljóða niðurstaða bæjarstjórnar að úthluta lóðinni til Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. sem átti næsthæsta tilboð í lóðina, 1.277 milljónir króna.

Fjölbýlishús með 100-110 íbúðum

Á lóðinni er heimilt að byggja fjölbýlishús á 2-5 hæðum, alls 100-110 íbúðir. Bílastæði má hafa að hluta í bílkjallara á einni hæð.

Um er að ræða einstaka og vel staðsetta lóð í grónu og vinsælu hverfi Valla við íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum gengt Ásvallalaug.

Ráðgert er að framkvæmdir við undirbúning svæðis hefjist fljótlega. Sett verður upp aðstaða fyrir starfsfólk á svæðinu, sett upp girðing og hlið.

Vinnutími verður frá kl. 8-18 og kapp lagt á að íbúar í þessu gróna hverfi Hafnarfjarðar verði fyrir sem minnstu ónæði. Ef uppbygging gengur vel þá er gert ráð fyrir að allar girðingar verði fjarlægðar sumarið 2023 og að fyrstu íbúar flytji inn fyrir jól 2023.

Auglýsing. um lóð frá því í desember

Heimild: Hafnarfjordur.is