Home Fréttir Í fréttum Mikið sóst eftir steinull að norðan

Mikið sóst eftir steinull að norðan

327
0
Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki. mbl.is/Björn Jóhann

Fram­leiðslu­geta verk­smiðju Stein­ull­ar hf. á Sauðár­króki gæti verið auk­in, en hún hef­ur átt í erfiðleik­um með að anna mik­illi eft­ir­spurn að und­an­förnu.

<>

Stefán Logi Har­alds­son fram­kvæmda­stjóri seg­ir að þó sé ekki ljóst hvernig það verði gert. „Hér er fyr­ir hendi mik­il­væg þekk­ing og meg­in­hrá­efni eru á svæðinu.

Sam­legðaráhrif­in verða vænt­an­lega meiri með því að auka fram­leiðsluna þar sem menn hafa náð góðum tök­um á tækn­inni,“ seg­ir hann í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Bend­ir hann á að á tím­um far­ald­urs­ins virðist hafa verið upp­sveifla í bygg­ing­ariðnaði hér á landi, bæði í ný­bygg­ing­um og viðhalds­verk­efn­um.

„Tölu­vert virðist vera fram und­an og margt sem bend­ir til að menn ætli að herða sig í bygg­ing­um á íbúðar­hús­næði og bæta í.“

Heimild: Mbl.is