Umhverfissvið Kópavogs fyrir hönd Kópavogsbæjar óskar eftir tilboðum í Malbiksviðgerðir í Kópavogi 2022.
Verkið felst í malbiksviðgerðum á götum og göngu- og hjólaleiðum ásamt malbikun (nýlögn) göngu- og hjólaleiða víðsvegar í Kópavogi.
Helstu magntölur fyrir hvert ár samningstímans eru:
Malbik, efnisútvegun | 1.600 tonn |
Malbikun, viðgerðir | 6.500 m² |
Malbikun, göngu- og hjólaleiðir | 6.500 m² |
Nánari kröfur og upplýsingar er að finna í útboðsgögnum.
Afhending útboðsgagna fer í gegnum útboðskerfið TendSign.
Tilboðum skal skilað fyrir kl.11:00 þann 25. apríl 2022.
Nánari upplýsingar og gögn er að finna á tendsign.is