Home Fréttir Í fréttum 20.04.2022 Æfingavellir Þróttar Laugardal – Gervigras

20.04.2022 Æfingavellir Þróttar Laugardal – Gervigras

442
0
Þróttur – Laugardal Mynd: Visir.is

F.h. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

<>

Íþróttasvæði Þróttar Laugardal – Gervigras, EES útboð nr. 15467

Verkið fellst í útvegun og fullnaðarfrágangi á nýju gervigrasi á nýjan tvöfaldan æfingavöll á Íþróttasvæði Þróttar í Laugardal Reykjavík, gamli Valbjarnavöllur, ásamt nýjum staðsteyptum (in-situ) fjaðurlagspúða. Gervigrasið skal vera af bestu fáanlegum gæðum og uppfylla FIFA Quality staðal Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA.

  • Stærð á merktum völlum er 64x105m og 68x105m.
  • Heildarstærð gervigrass ásamt öryggissvæði er 148x112m = 16.576m2

Lokaskiladagur verksins er 15. júlí 2022.

Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 12:00 þann 21. mars 2022, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.

Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:30,  20. apríl 2022.