Home Fréttir Í fréttum Fastefli hefur framkvæmdir á Sementsreitnum á Akranesi

Fastefli hefur framkvæmdir á Sementsreitnum á Akranesi

581
0
Mynd: Skagafrettir.is

Um helgina hófst uppbygging að nýju á Sementsreitnum þar sem að Fastefli ehf. er með byggingarétt á allt að 115 íbúðum á 6 lóðum.

<>

Um er að ræða fyrsta áfanga í uppbyggingu á svæðinu en á næstu misserum verða 300 íbúðir reistar til viðbótar á svæðinu.

Skagamaðurinn Óli Valur Steindórsson stjórnarformaður Fasteflis og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness tóku til máls að viðstöddu fjölmenni í þokkalegu veðri.

Heimild: Skagafrettir.is