Home Í fréttum Niðurstöður útboða Nýtt hús fyrir fatlað fólk í Kópavogi vígt

Nýtt hús fyrir fatlað fólk í Kópavogi vígt

184
0
Frá vígslu húsnæðiskjarnans í dag. Ljósmynd/Aðsend

Sjö íbúða hús­næðiskjarni við Foss­vogs­brún í Kópa­vogi var vígður í dag. Auk íbúða er sam­eig­in­leg sól­stofa í hús­næðinu og aðstaða fyr­ir starfs­fólk en þar verður veitt sól­ar­hringsþjón­usta.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Kópa­vogs­bæ.

Ráðning starfs­fólks í íbúðakjarn­ann stend­ur yfir

Með Foss­vogs­brún bæt­ist enn við þjón­ustu Kópa­vogs­bæj­ar við fatlað fólk en alls rek­ur bær­inn níu íbúðakjarna með sól­ar­hringsþjón­ustu og hafa þrír verið tekn­ir í notk­un á und­an­förn­um 10 árum og aðrir verið end­ur­bætt­ir.

Auk þess út­hlut­ar sveit­ar­fé­lagið að jafnaði tveim­ur til fjór­um fé­lags­leg­um leigu­íbúðum á ári til fatlaðs fólks sem þarf þjón­ustu.

Á næstu vik­um munu íbú­ar flytja inn í Foss­vogs­brún en ráðning starfs­fólks stend­ur yfir.

„Við höf­um unnið skipu­lega að upp­bygg­inu á hús­næði fyr­ir fatlað fólk frá haust­inu 2014 þegar samþykkt var áætl­un um upp­bygg­ingu í bæj­ar­ráði Kópa­vogs og hef­ur mik­il samstaða verið um mál­efnið í bæj­ar­stjórn.

Við erum hvergi nærri hætt því næsti íbúðar­kjarni verður tek­inn í notk­un í Kleif­arkór árið 2024,“ er haft eft­ir Ármanni Kr. Ólafs­syni, bæj­ar­stjóra Kópa­vogs, í til­kynn­ing­unni.

Vænt­an­leg­ir íbú­ar, starfs­fólks, bæj­ar­stjóri og bæj­ar­full­trú­ar í Kópa­vogi, voru viðstadd­ir vígsluna og af­henti Ármann Kr. Ólafs­son bæj­ar­stjóri Kópa­vogs Þóru Ágústu Úlfs­dótt­ur lykla að hús­næðinu. Guðlaug Ósk Gísla­dótt­ir, deild­ar­stjóri vel­ferðarsviðs stýrði dag­skrá.

„Fag­mennska og metnaður er okk­ar áhersla í vel­ferðar­mál­um og ánægju­legt að það bæt­ist við hús­næði fyr­ir fatlað fólk í Kópa­vogi en nú þegar Foss­vogs­brún hef­ur verið tek­in í notk­un eru 60 íbú­ar í Kópa­vogi í sér­tæku hús­næði á veg­um bæj­ar­ins,“ sagði Guðlaug við tæki­færið.

Heimild: Mbl.is