Nokkurt tjón varð í Egilsstaðaskóla um helgina þegar vatn lak inn í skólann, skemmdi loftaplötur og húsmuni, jafnvel gólfefni.
Vatnið fór inn í sérkennslurými og slökunarherbergi sem eru ónothæf eins og sakir standa.
Svo virðist sem klaki hafi safnast á þaki skólans svo vatn komst ekki leiðar sinnar heldur lak inn.
Slökkvilið kom til aðstoðar við að ná vatni upp af gólfum og blásarar ganga til að þurrka rýmin.
Heimild: Ruv.is