
Til stendur að flytja starfsemi utanríkisráðuneytisins í nýja Landsbankahúsið við hlið Hörpu í miðborg Reykjavíkur á þessu ári.
Frá þessu segir í Fréttablaðinu í morgun, en ráðuneytið er nú til húsa í þremur húsum við Rauðarárstíg. Í blaðinu segir að utanríkisráðuneytið verði starfandi í 6.500 fermetra álmu í nýja Landsbankahúsinu.
Framundan er flutningur á starfsemi nokkurra ráðuneyta. Þannig mun félagsmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið brátt flytja úr Skógarhlíð og í hið svokallaða Sjávarútvegshús við Skúlagötu þar sem fyrir eru nýstofnað matvælaráðuneyti og svo ráðuneyti menningar-, viðskipta- og ferðamála.
Í frétt Fréttablaðsins segir að eftir flutninga muni heildarflatarmál ráðuneytanna minnka um tíu prósent, í 27 þúsund fermetra.
Heimild: Visir.is