Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan í Reykjaneslínu 1 – áfangi í Suðurnesjalínu

Fyrsta skóflustungan í Reykjaneslínu 1 – áfangi í Suðurnesjalínu

395
0
Mynd: Facebooksíða Landsnet
Framkvæmdir við Reykjaneslínu 1 hófust í dag með slóðagerð nærri tengivirkinu við Rauðamel. Reykjaneslína 1 er hluti af Suðurnesjalínu 2 verkefninu og mun liggja frá nýju tengivirki á Njarðvíkurheiði og tengjast inn á Rauðamelslínu 1 við Rauðamel.

 

<>
Mynd: Facebooksíða Landsnets
Rauðamelslína 1 mun aftengjast tengivirkinu á Rauðamel og verða hluti af Reykjaneslínu 1 sem mun tengja tengivirki við Reykjanesvirkjun og Njarðvíkurheiði.
Stefnt er að því að slóðagerðin klárist í vor og í framhaldinu verði settar niður undirstöður og stagfestur.
Mynd: Facebooksíða Landsnets
Í haust er svo ráðgert að hefja framkvæmdir við yfirbyggingu sem felst í reisingu mastra og strengingu leiðara. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum við línuna í lok þessa árs.
Heimild: Facebooksíða Landsnet